Um okkur

Bragðgott

Hver erum við?

Stofnað 2015

XO var stofnað árið 2015 af æskufélögunum Elvari Má og Gunnari Erni og eru þeir enn einu eigendur XO veitingastaðar.

Á alþjóðavísu stendur XO fyrir Hugs & Kisses eða Kossa og Knús og er nafn staðarins skírskotun í þann metnað og þá alúð sem lögð er í matargerðina og þjónustuna á XO.

XO er hollari skyndibitastaður sem framreiðir mat í fusion stíl þar sem asísk og evrópsk matreiðsla renna saman.

Frá upphafi hefur XO eingöngu stuðst við topp hráefni frá fyrsta flokks birgjum.
​Það hefur ávallt verið megin markmið stofnenda XO að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hollan og næringarríkan mat á eins sanngjörnu verði og kostur er ásamt því að veita framúrskarandi og líflega þjónustu í hvívetna. 

Það gleður okkur ekkert eins mikið og ánægðir viðskiptavinir, án þeirra væri XO ekki til!

Engin vara í körfu.